Saturday, January 19, 2013

Ég ætla setja inn núna fyrstu uppskriftina mína : )
Ísskápurinn minn var tómur í dag (fannst mér) þegar mig langaði í eitthvað að borða í hádeginu en ég var svo svöng svo ég setti saman smá uppskrift sem tókst svona prýðilega vel og ég ætla því að deila henni með ykkur, það skemmtilega við hana er að það má breyta henni eins og maður vill : )

Uppskriftin er svona :

Hafrapannsa

30 grömm Haframjöl
1 Egg
1 tsk sólblómafræ(eða önnur fræ)
1/2 tsk hörfræ
salt og pipar

Allt sett í skál
Öllu hært saman
Pannan hituð og hrærunni hellt á og hún mótuð eins og pönnukaka

Steikt báðu megin þar til hún er gyllt að lit tekur sirka 1 min á hverja hlið : )
Ég setti 1 msk af kotasælu
Kjúklingaálegg
Og tómata :) Nammi

Þetta er svo einfalt að það er varla fyndið og svo ótrúlega hollt og gott :) Æðislegt að borða í hádeginu og kannski fá sér smá salat með, en þar sem ég átti það ekki til í þetta skipti þá lét ég þetta duga :)







1 comment:

  1. Þú ert svo dugleg að hafa nennnu í þetta! Og ólétt í þokkabót! Lítur mjög vel út ;)

    ReplyDelete