Sunday, January 13, 2013

Langar að prufa fyrir mér í bloggheiminum : ) Á þessu bloggi ætla ég bara vera með vangaveltur um daginn og lífið og einnig henda inn mataruppskriftum þegar ég er í stuði.

Annars var helgin tekin í rólegheitum

Laugardagurinn fór í ferð á róló



 kringlurölt þar sem ég fjárfesti mér í þessari fínu matvinnsluvél sem mér hefur lengi langað í
Við auðvitað urðum að vígja matvinnsluvélina og gerðum því Mexíkanskar tortillur með heimagerðu salsa í kvöldmat.
Alfonso er algjör snillingur í tortilla gerð og notar hann sérstakt Maísmjöl sem heitir Maseca en það fæst bara í kosti.

Við vorum svo heppin að einn góður vinur okkar gaf okkur sérstaka pressu fyrir tortillugerð í jólagjöf og var hún því vígð um helgina : )

Sunnudagurinn var algjör letidagur  og fór mest megnis í afslöppun upp í sófa en ég bakaði þó vöfflur með nýja fína belgískavöfflujárninu mínu sem runnu ljúflega niður með heitu súkkulaði :)!


 

Þanngað til næst :) Ást á ykkur

Hjördís

2 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Ohh geggjað! Þú ert svo mikill snillingur. Hlakka mikið til að fylgjast með þér og fá uppskriftir! ;)

    ReplyDelete