Saturday, January 19, 2013

Lax er ein af mínum uppáhalds fiskitegundum og við eldum hann mjög oft :)
Hér er ein ótrúlega góð uppskrift sem ég setti saman.

Lax með hlynsírópi og pekanhnetum 

Fyrir 3-4

500-600 grömm Lax
12-15 pekanhnetur
1 - 1 1/2 msk hlynsíróp
salt og pipar eftir smekk
Gott að bera fram með fersku salati og t.d kartöflubátum í ofni.

Setur laxinn í eldfast mót og hellir hlynsírópi yfir. Brytjar niður hneturnar og dreifir þeim yfir líka. Saltar og piprar eftir smekk og setur inn í ofn við 180 ° í 20- 25 mín.

Mmmmm




Við borðum oftast laxinn bara með salati og stundum með kartöflubátum en hér er ein uppskrift af góðu salati

Salat með Mozzarella og döðlum


Lambhagasalat sirka hálfur haus
 hálfur poki klettasalat
5 stk döðlur
5 litlar mozzarella kúlur
1 - 2 tómatar fer eftir stærð


1 comment: