Kjúklingasalat með hlynsírópi, geitaosti og ristuðum pekanhnetum fyrir 4 eða 5 : )
3 kjúklingabringur
1 1/2 msk hlynsíróp
salt og pipar
70-100 grömm geitaostur
18 pekanhnetuhelmingar
2 tómatar
1 avocado
1 poki blandað salat(ég notaði veislusalat)
Steikið kjúklingin á pönnu upp úr 1 msk af hlynsírópi, salt og pipar eftir smekk(geymið 1/2 teskeið til að setja á kjúklingin eftir að hann er fullsteiktur) Leyfið kjúklingnum að kólna og skerið á meðan niður allt grænmeti, ost og ristið hnetur á pönnu. Blandið öllu saman í stóra skál og njótið :) !