Saturday, February 16, 2013


Tómatsúpa með eggi :) (fyrir sirka 3)


1 dós tómatar (whole plum tomatoes)
1 dós tómatpúrra
4 laukar brytjaðir smátt
3 hvítlauksrif
4-5 kartöflur
1 msk ólífuolía
1 tsk basilika
Cayenna pipar á hnífsoddi!(val)
1 - 2 tsk grænmetiskraftur eða 1 teningur
600 ml vatn
salt og pipar eftir smekk

Takið laukana 4 og brytjið þá smátt og steikið í potti með olífuolíu í nokkrar mínútur eða þanngað til hann verður gullinbrúnn. 
Setjið þá hvítlaukin saman við og steikið í örlitlastund í viðbót.
Skerið niður kartöflurnar á meðan laukurinn steikist.
Bætið út í pottin tómatdósinni, kartöflum, vatni. Hitið að suðu og bætið þá út í grænmetiskrafti, tómatpúrru og basiliku.
Látið súpuna malla í sirka 25 mínútur og þá maukið þið hana niður með töfrasprota eða í blandara.(Ef gert með blandara er gott að gera það í 3 skömmtum.
Láta hana sjóða í 5 mín í viðbót og smakka svo til með salt, pipar og cayenna pipar ef þið viljið hafa hana aðeins bragðsterkari.

Sjóðið egg til að borða með súpunni 1 á mann : )

Njótið kæru vinir : )



No comments:

Post a Comment