Saturday, February 16, 2013

Ég er ekki búin að vera neitt ofsalega dugleg í að setja inn nýjar uppskriftir vona að þið fyrirgefið mér : )
Nú það vita nú flestir að ég er ólétt og þegar maður er óléttur fær maður stundum eitthvað æði right? Ég er allavega með furðulegt æði en það er æði fyrir hafragraut og það er ekki þessi basic með salti og mjólk heldur þróaði ég mína eigin uppskrift sem ég ætla deila með ykkur : ) Hann er rosalega góður og hollur!

Grautur með graskersfræum, döðlum og kókos


30 gr haframjöl
3 döðlur
1 msk graskersfræ
1 msk kókosflögur
2 dl vatn 

Vigtið haframjölið og saxið niður 3 döðlur og setjið í pott með 2 dl vatni látið sjóða í 3 mín sirka eða bara þar til hann er tilbúin.

Setjið í skál og hendið út á kókosflögur og graskersfræ :)

Ég borða minn með smá mjólk en þar er eiginlega óþarfi :)


Hér er svo önnur uppskrift sem er líka mjög góð ef maður vill breyta út af vananum : )

Bananasúkkulaðikókosgrautur : )


30 gr haframjöl
2 dl vatn
hálfur banani(stappaður)
 1 tsk kókosmjöl
1/2 tsk kakóduft
10 möndlur brytjaðar

Haframjölið vigtað og sett í pott með 2 dl vatni soðið þangað til hann er tilbúin
Grautnum helt í skál þar og hrært saman við stappaðan banana, brytjaðar möndlur, kókosmjöl og kakóduft :)



No comments:

Post a Comment