Friday, June 21, 2013

Sjúklega góð súkkulaði Muffins.

Muffins:
50 gr kakóduft 25 gr kakóduft
240 ml sjóðandi heitt vatn 120 ml sjóðandi vatn
175 gr hveiti 88 gr hveiti
2 tsk lyftiduft 1 tsk lyftiduft
½ tsk salt ¼ tsk salt
113 gr ósaltað smjör 56 gr ósaltað smjör
200 gr sykur 100 gr sykur
2 stór egg 1 stórt egg
2 tsk vanilludropar 1 tsk vanilludropar
Krem :
120 gr suðusúkkulaði 60 gr suðusúkkulaði
150 gr ósaltað smjör 75 gr ósaltað smjör
150 gr flór sykur 75 gr flórsykur
1 ½ tsk vanilludropar
Kaka:
Í lítilli skál hrærið saman sjóðandi heitt vatn og kakóduft. Kælið þangað til blandan er við herbergishita. Í annarri skál hrærið saman hveiti, lyftiduft og salt. Í enn einni skál þeytið þið saman smjörið og sykurinn þangað til blandan er létt og ljós, bætið vanilludropum við í restina. Blandið hveitiblöndunni saman við smjörið og sykurinn og hellið því næst kakóblöndunni saman við og hrærið þangað til blandan er kekkjalaus. Fyllið muffins form svona upp að helmingi, raðið á plötu og bakið við 190 gráður í 16 – 20 mínútur. Leyfið að kólna áður en kremið er sett á.
Krem:

Bræðið súkkulaðið, Hrærið smjör og flórsykur þangað til blandan er létt og ljós, bætið við vanilludropum og súkkulaðinu og hrærið þangað til blandan er mjúk. Gæti þurft að kæla í smá stund í ísskáp áður en kremið er sett á muffinsið.



Föstudagspizza :)


1 tsk þurrger
350 ml volgt vatn
450 grömm hveiti( ég nota heilhveiti og hveiti til helminga)
80 ml olía
1 tsk maldon salt

Þurrgerið sett út í volgt vatn og látið standa þar til fer að freyða, þurrefnum blandað í skál.
Vatninu bætt út í og svo olíunni. Hnoðað í kúlu og látið hefast í allavega 2 klst (best er samt að gera deigið daginn áður og láta hefast í ísskáp yfir nótt) þetta gerir tvær meðal stórar pizzur.

Pizzasósa

1 dós tómatpúrra
1 msk olía
2 msk vatn
1 tsk basilika
1 tsk oregano
2 hvítlauksrif (rifin eða skorin smátt)

Öllu blandað saman í skál má setja meira vatn ef þarf :)

Ofan á pizzuna má svo setja allt sem hugurinn girnist hér er ein tillaga :

1 laukur skorin  og steiktur á pönnu
2 tómatar sneiddir
skinka nokkrar sneiðar
Ostur eftir smekk

þessu raðað á pizzuna og hún er bökuð við 190 ° í 15-17 mínútur.

Þegar hún er komin úr ofninum set ég klettasalat og ristaðar furuhnetur ofan á :)

Kjúklingaborgari! fyrir 4


2 kjúklingabringur
1 tómatur
klettasalat
4 sneiðar ostur
Allioli(hvítlauksmajones)


Steikið bringur á pönnu með kryddi eftir smekk, þegar þær eru tilbúnar þá takið þið þær af pönnunni og sneiðið í tvennt og setjið eina ostneið á hverja bringu


Skerið tómatana í sneiða og raðið svo borgurunum saman með klettasalati tómötunum og skellið smá sósu 
Hvítlauksmajó eða önnur sósa eftir smekk hvers og eins :)

ég notaði heimagerð hamborgarabrauð héðan http://www.vinotek.is/2012/03/04/heimabokud-hamborgarabraud/

Grilluð kjúklingaspjót fyrir 4

1 pakki af kjúklingabringum/eða lundum
1 appelsínugul paprika
1 græn paprika
2 rauðlaukar

Kjúklingurinn er skorin niður í bita og kryddaður eftir smekk, ég lagði minn kjúkling í tamari sósu yfir nótt.
Grænmetið skorið stórt og svo er þessu þrætt upp á grillpinna og grillað þar til tilbúið.

ég bar þetta fram með hrísgrjónum. Örugglega gott að hafa einhverja góða sósu og myndi þá mild sósa passa best með.