Friday, June 21, 2013

Sjúklega góð súkkulaði Muffins.

Muffins:
50 gr kakóduft 25 gr kakóduft
240 ml sjóðandi heitt vatn 120 ml sjóðandi vatn
175 gr hveiti 88 gr hveiti
2 tsk lyftiduft 1 tsk lyftiduft
½ tsk salt ¼ tsk salt
113 gr ósaltað smjör 56 gr ósaltað smjör
200 gr sykur 100 gr sykur
2 stór egg 1 stórt egg
2 tsk vanilludropar 1 tsk vanilludropar
Krem :
120 gr suðusúkkulaði 60 gr suðusúkkulaði
150 gr ósaltað smjör 75 gr ósaltað smjör
150 gr flór sykur 75 gr flórsykur
1 ½ tsk vanilludropar
Kaka:
Í lítilli skál hrærið saman sjóðandi heitt vatn og kakóduft. Kælið þangað til blandan er við herbergishita. Í annarri skál hrærið saman hveiti, lyftiduft og salt. Í enn einni skál þeytið þið saman smjörið og sykurinn þangað til blandan er létt og ljós, bætið vanilludropum við í restina. Blandið hveitiblöndunni saman við smjörið og sykurinn og hellið því næst kakóblöndunni saman við og hrærið þangað til blandan er kekkjalaus. Fyllið muffins form svona upp að helmingi, raðið á plötu og bakið við 190 gráður í 16 – 20 mínútur. Leyfið að kólna áður en kremið er sett á.
Krem:

Bræðið súkkulaðið, Hrærið smjör og flórsykur þangað til blandan er létt og ljós, bætið við vanilludropum og súkkulaðinu og hrærið þangað til blandan er mjúk. Gæti þurft að kæla í smá stund í ísskáp áður en kremið er sett á muffinsið.



No comments:

Post a Comment