Friday, June 21, 2013

Föstudagspizza :)


1 tsk þurrger
350 ml volgt vatn
450 grömm hveiti( ég nota heilhveiti og hveiti til helminga)
80 ml olía
1 tsk maldon salt

Þurrgerið sett út í volgt vatn og látið standa þar til fer að freyða, þurrefnum blandað í skál.
Vatninu bætt út í og svo olíunni. Hnoðað í kúlu og látið hefast í allavega 2 klst (best er samt að gera deigið daginn áður og láta hefast í ísskáp yfir nótt) þetta gerir tvær meðal stórar pizzur.

Pizzasósa

1 dós tómatpúrra
1 msk olía
2 msk vatn
1 tsk basilika
1 tsk oregano
2 hvítlauksrif (rifin eða skorin smátt)

Öllu blandað saman í skál má setja meira vatn ef þarf :)

Ofan á pizzuna má svo setja allt sem hugurinn girnist hér er ein tillaga :

1 laukur skorin  og steiktur á pönnu
2 tómatar sneiddir
skinka nokkrar sneiðar
Ostur eftir smekk

þessu raðað á pizzuna og hún er bökuð við 190 ° í 15-17 mínútur.

Þegar hún er komin úr ofninum set ég klettasalat og ristaðar furuhnetur ofan á :)

2 comments:

  1. Replies
    1. Já hun er rosa góð!!! en eg myndi byrja á 300 ml af vatninu :) þarf að breyta uppskriftinni 300-350 ml vatn:)

      Delete