Friday, June 21, 2013

Sjúklega góð súkkulaði Muffins.

Muffins:
50 gr kakóduft 25 gr kakóduft
240 ml sjóðandi heitt vatn 120 ml sjóðandi vatn
175 gr hveiti 88 gr hveiti
2 tsk lyftiduft 1 tsk lyftiduft
½ tsk salt ¼ tsk salt
113 gr ósaltað smjör 56 gr ósaltað smjör
200 gr sykur 100 gr sykur
2 stór egg 1 stórt egg
2 tsk vanilludropar 1 tsk vanilludropar
Krem :
120 gr suðusúkkulaði 60 gr suðusúkkulaði
150 gr ósaltað smjör 75 gr ósaltað smjör
150 gr flór sykur 75 gr flórsykur
1 ½ tsk vanilludropar
Kaka:
Í lítilli skál hrærið saman sjóðandi heitt vatn og kakóduft. Kælið þangað til blandan er við herbergishita. Í annarri skál hrærið saman hveiti, lyftiduft og salt. Í enn einni skál þeytið þið saman smjörið og sykurinn þangað til blandan er létt og ljós, bætið vanilludropum við í restina. Blandið hveitiblöndunni saman við smjörið og sykurinn og hellið því næst kakóblöndunni saman við og hrærið þangað til blandan er kekkjalaus. Fyllið muffins form svona upp að helmingi, raðið á plötu og bakið við 190 gráður í 16 – 20 mínútur. Leyfið að kólna áður en kremið er sett á.
Krem:

Bræðið súkkulaðið, Hrærið smjör og flórsykur þangað til blandan er létt og ljós, bætið við vanilludropum og súkkulaðinu og hrærið þangað til blandan er mjúk. Gæti þurft að kæla í smá stund í ísskáp áður en kremið er sett á muffinsið.



Föstudagspizza :)


1 tsk þurrger
350 ml volgt vatn
450 grömm hveiti( ég nota heilhveiti og hveiti til helminga)
80 ml olía
1 tsk maldon salt

Þurrgerið sett út í volgt vatn og látið standa þar til fer að freyða, þurrefnum blandað í skál.
Vatninu bætt út í og svo olíunni. Hnoðað í kúlu og látið hefast í allavega 2 klst (best er samt að gera deigið daginn áður og láta hefast í ísskáp yfir nótt) þetta gerir tvær meðal stórar pizzur.

Pizzasósa

1 dós tómatpúrra
1 msk olía
2 msk vatn
1 tsk basilika
1 tsk oregano
2 hvítlauksrif (rifin eða skorin smátt)

Öllu blandað saman í skál má setja meira vatn ef þarf :)

Ofan á pizzuna má svo setja allt sem hugurinn girnist hér er ein tillaga :

1 laukur skorin  og steiktur á pönnu
2 tómatar sneiddir
skinka nokkrar sneiðar
Ostur eftir smekk

þessu raðað á pizzuna og hún er bökuð við 190 ° í 15-17 mínútur.

Þegar hún er komin úr ofninum set ég klettasalat og ristaðar furuhnetur ofan á :)

Kjúklingaborgari! fyrir 4


2 kjúklingabringur
1 tómatur
klettasalat
4 sneiðar ostur
Allioli(hvítlauksmajones)


Steikið bringur á pönnu með kryddi eftir smekk, þegar þær eru tilbúnar þá takið þið þær af pönnunni og sneiðið í tvennt og setjið eina ostneið á hverja bringu


Skerið tómatana í sneiða og raðið svo borgurunum saman með klettasalati tómötunum og skellið smá sósu 
Hvítlauksmajó eða önnur sósa eftir smekk hvers og eins :)

ég notaði heimagerð hamborgarabrauð héðan http://www.vinotek.is/2012/03/04/heimabokud-hamborgarabraud/

Grilluð kjúklingaspjót fyrir 4

1 pakki af kjúklingabringum/eða lundum
1 appelsínugul paprika
1 græn paprika
2 rauðlaukar

Kjúklingurinn er skorin niður í bita og kryddaður eftir smekk, ég lagði minn kjúkling í tamari sósu yfir nótt.
Grænmetið skorið stórt og svo er þessu þrætt upp á grillpinna og grillað þar til tilbúið.

ég bar þetta fram með hrísgrjónum. Örugglega gott að hafa einhverja góða sósu og myndi þá mild sósa passa best með. 

Wednesday, February 20, 2013

Við elskum kjúkling á þessu heimili og erum alltaf í einhverri prufustarfsemi með hann en ég gerði alveg rosalega gott svona "Helgar" kjúklingasalat : )

Kjúklingasalat með hlynsírópi, geitaosti og ristuðum pekanhnetum fyrir 4 eða 5 : )

3 kjúklingabringur
1 1/2 msk hlynsíróp
salt og pipar
70-100 grömm geitaostur
18 pekanhnetuhelmingar
2 tómatar
1 avocado
1 poki blandað salat(ég notaði veislusalat)
Steikið kjúklingin á pönnu upp úr 1 msk af hlynsírópi, salt og pipar eftir smekk(geymið 1/2 teskeið til að setja á kjúklingin eftir að hann er fullsteiktur) Leyfið kjúklingnum að kólna og skerið á meðan niður allt grænmeti, ost og ristið hnetur á pönnu. Blandið öllu saman í stóra skál og njótið :) !



Saturday, February 16, 2013


Tómatsúpa með eggi :) (fyrir sirka 3)


1 dós tómatar (whole plum tomatoes)
1 dós tómatpúrra
4 laukar brytjaðir smátt
3 hvítlauksrif
4-5 kartöflur
1 msk ólífuolía
1 tsk basilika
Cayenna pipar á hnífsoddi!(val)
1 - 2 tsk grænmetiskraftur eða 1 teningur
600 ml vatn
salt og pipar eftir smekk

Takið laukana 4 og brytjið þá smátt og steikið í potti með olífuolíu í nokkrar mínútur eða þanngað til hann verður gullinbrúnn. 
Setjið þá hvítlaukin saman við og steikið í örlitlastund í viðbót.
Skerið niður kartöflurnar á meðan laukurinn steikist.
Bætið út í pottin tómatdósinni, kartöflum, vatni. Hitið að suðu og bætið þá út í grænmetiskrafti, tómatpúrru og basiliku.
Látið súpuna malla í sirka 25 mínútur og þá maukið þið hana niður með töfrasprota eða í blandara.(Ef gert með blandara er gott að gera það í 3 skömmtum.
Láta hana sjóða í 5 mín í viðbót og smakka svo til með salt, pipar og cayenna pipar ef þið viljið hafa hana aðeins bragðsterkari.

Sjóðið egg til að borða með súpunni 1 á mann : )

Njótið kæru vinir : )



Ég er ekki búin að vera neitt ofsalega dugleg í að setja inn nýjar uppskriftir vona að þið fyrirgefið mér : )
Nú það vita nú flestir að ég er ólétt og þegar maður er óléttur fær maður stundum eitthvað æði right? Ég er allavega með furðulegt æði en það er æði fyrir hafragraut og það er ekki þessi basic með salti og mjólk heldur þróaði ég mína eigin uppskrift sem ég ætla deila með ykkur : ) Hann er rosalega góður og hollur!

Grautur með graskersfræum, döðlum og kókos


30 gr haframjöl
3 döðlur
1 msk graskersfræ
1 msk kókosflögur
2 dl vatn 

Vigtið haframjölið og saxið niður 3 döðlur og setjið í pott með 2 dl vatni látið sjóða í 3 mín sirka eða bara þar til hann er tilbúin.

Setjið í skál og hendið út á kókosflögur og graskersfræ :)

Ég borða minn með smá mjólk en þar er eiginlega óþarfi :)


Hér er svo önnur uppskrift sem er líka mjög góð ef maður vill breyta út af vananum : )

Bananasúkkulaðikókosgrautur : )


30 gr haframjöl
2 dl vatn
hálfur banani(stappaður)
 1 tsk kókosmjöl
1/2 tsk kakóduft
10 möndlur brytjaðar

Haframjölið vigtað og sett í pott með 2 dl vatni soðið þangað til hann er tilbúin
Grautnum helt í skál þar og hrært saman við stappaðan banana, brytjaðar möndlur, kókosmjöl og kakóduft :)



Wednesday, January 23, 2013

Dýrindiskjúklingaréttur á köldum Miðvikudegi klikkar ekki : )

Kjúklingur með tamari og grænmeti.

3 Kjúklingabringur
2 msk tamari sósa

1 tsk ólífuolía(eða önnur olía)
1 rauð paprika
hálfur kúrbítur(þessi var stór) má nota heilan ef hann er lítill
hálfur púrrulaukur(hann var meðalstór)
8 stk sveppir meðalstórir

Allt skorið í litla bita ekkert alltof litla samt. Byrjið á að steikja kjúklingin með tamari sósunni og olíur þanngað til hann er nánast tilbúin, hendið þá öllu grænmetinu út á pönnuna og látið malla í svona 10 mínútur.


Berið fram með hýðishrísgrjónum(venjulegum ef þið viljið)

Sunday, January 20, 2013

Morgunverðarpönnukaka :)

30 grömm haframjöl
6 möndlur britjaðar
1/4 tsk vanilludropar
1/4 tsk kanill
1 egg
steikt á pönnu þar til gullin á hvorri hlið

Ofan á :
1 msk sýrður rjómi
1/2 tsk hunang
10-15 bláber
hálfur banani



Saturday, January 19, 2013

Lax er ein af mínum uppáhalds fiskitegundum og við eldum hann mjög oft :)
Hér er ein ótrúlega góð uppskrift sem ég setti saman.

Lax með hlynsírópi og pekanhnetum 

Fyrir 3-4

500-600 grömm Lax
12-15 pekanhnetur
1 - 1 1/2 msk hlynsíróp
salt og pipar eftir smekk
Gott að bera fram með fersku salati og t.d kartöflubátum í ofni.

Setur laxinn í eldfast mót og hellir hlynsírópi yfir. Brytjar niður hneturnar og dreifir þeim yfir líka. Saltar og piprar eftir smekk og setur inn í ofn við 180 ° í 20- 25 mín.

Mmmmm




Við borðum oftast laxinn bara með salati og stundum með kartöflubátum en hér er ein uppskrift af góðu salati

Salat með Mozzarella og döðlum


Lambhagasalat sirka hálfur haus
 hálfur poki klettasalat
5 stk döðlur
5 litlar mozzarella kúlur
1 - 2 tómatar fer eftir stærð


Ég ætla setja inn núna fyrstu uppskriftina mína : )
Ísskápurinn minn var tómur í dag (fannst mér) þegar mig langaði í eitthvað að borða í hádeginu en ég var svo svöng svo ég setti saman smá uppskrift sem tókst svona prýðilega vel og ég ætla því að deila henni með ykkur, það skemmtilega við hana er að það má breyta henni eins og maður vill : )

Uppskriftin er svona :

Hafrapannsa

30 grömm Haframjöl
1 Egg
1 tsk sólblómafræ(eða önnur fræ)
1/2 tsk hörfræ
salt og pipar

Allt sett í skál
Öllu hært saman
Pannan hituð og hrærunni hellt á og hún mótuð eins og pönnukaka

Steikt báðu megin þar til hún er gyllt að lit tekur sirka 1 min á hverja hlið : )
Ég setti 1 msk af kotasælu
Kjúklingaálegg
Og tómata :) Nammi

Þetta er svo einfalt að það er varla fyndið og svo ótrúlega hollt og gott :) Æðislegt að borða í hádeginu og kannski fá sér smá salat með, en þar sem ég átti það ekki til í þetta skipti þá lét ég þetta duga :)







Sunday, January 13, 2013

Langar að prufa fyrir mér í bloggheiminum : ) Á þessu bloggi ætla ég bara vera með vangaveltur um daginn og lífið og einnig henda inn mataruppskriftum þegar ég er í stuði.

Annars var helgin tekin í rólegheitum

Laugardagurinn fór í ferð á róló



 kringlurölt þar sem ég fjárfesti mér í þessari fínu matvinnsluvél sem mér hefur lengi langað í
Við auðvitað urðum að vígja matvinnsluvélina og gerðum því Mexíkanskar tortillur með heimagerðu salsa í kvöldmat.
Alfonso er algjör snillingur í tortilla gerð og notar hann sérstakt Maísmjöl sem heitir Maseca en það fæst bara í kosti.

Við vorum svo heppin að einn góður vinur okkar gaf okkur sérstaka pressu fyrir tortillugerð í jólagjöf og var hún því vígð um helgina : )

Sunnudagurinn var algjör letidagur  og fór mest megnis í afslöppun upp í sófa en ég bakaði þó vöfflur með nýja fína belgískavöfflujárninu mínu sem runnu ljúflega niður með heitu súkkulaði :)!


 

Þanngað til næst :) Ást á ykkur

Hjördís